Hjálp

Q:

Hvernig skrái ég mig inná mínar síður (Rafræna Reykjavík)?

A:

Eftirfarandi leiðir er hægt að nota til innskráningar:

1. Nýskráning íbúa og fyrirtækja. Ef þú hefur ekki nú þegar stofnað aðgang skráir þú kennitöluna þína undir nýskráning á forsíðu. Notandanafn er ávallt kennitala þín. Fylgdu leiðbeiningunum þar og þú færð sent lykilorð í heimabanka þinn undir rafræn skjöl en leiðbeiningaskjal er hér. Athugið að það getur tekið nokkrar mínútur fyrir lykilorðið að birtast í bankanum.

2. Nýskráning íbúa. Ef þú hefur ekki aðgang að heimabanka þá getur þú hakað við að fá lykilorðið sent til þín á lögheimili þitt. Það tekur um 2-3 virka daga.

3. Nýskráning íbúa. Þú getur komið í þjónustuver Reykavíkurborgar, Borgartúni 12-14 og fengið lykilorð útprentað gegn framvísun skilríkja.

Síðan geturðu skráð þig inn í mínar síður undir Innskráning með því að fylla inn rétt notandanafn og lykilorð.

Eftir að þú hefur skráð þig inn í fyrsta sinn getur þú breytt lykilorðinu þínu í eitthvað sem þú átt auðveldara með að muna með því að velja Breyta lykilorði undir Síðan mín í leiðarkerfinu vinstra megin. Við mælum sterklega með því að gera það.

Annar innskráningarmöguleiki er fyrir íbúa og fyrirtæki á mínar síður er í samvinnu við auðkenningu island.is. Þar geta notendur skráð sig inn með Íslykli Island.is eða rafrænum skilríkjum bankanna án þess að fara í gegnum nýskráningu fyrst.

Það er gert með því að smella á island.is lógóið á forsíðu minna síðna, þá kemur upp innskráningargluggi island.is sem leiðir notandann svo inn á mínar síður Reykjavíkurborgar (Rafræn Reykjavík).

Q:

Síðan mín

A:

Þegar þú skráir þig inn opnast síðan þín. Þar er yfirlit yfir mál og tilkynningar sem tengjast samskiptum þínum við Reykjavíkurborg. Þar er líka hægt að breyta lykilorði og persónupplýsingum. Velja þarf þá möguleika úr vallista vinstra megin á síðunni.

Fjölskyldan mín er yfirlit yfir notanda og þá einstaklinga sem eru á forræði hans. Aðeins börn með sama lögheimili og notandi birtast undir Fjölskyldunni minni.

Q:

Hvað eru skilaboð?

A:

Öll samskipti vegna rafrænna umsókna eru staðfest í netpósti, sem sendist á þína síðu og á netfang þitt hafir þú slegið slíkt inn. Til að breyta netfangi þá smellirðu á breyta persónuupplýsingum í vinstra leiðarkerfinu undir síðan mín.

Q:

Hvað eru erindi/mál?

A:

Erindi/mál eru umsóknir sem þú hefur sent rafrænt eða önnur atriði varðandi samskipti þín á mínum síðum. Þú getur fylgst með stöðu þeirra og framvindu og þegar staða þeirra breytist færðu send skilaboð. Smelltu á flipa merktan málin mín þegar þú hefur skráð þig inn. Þar sérðu yfirlit yfir mál og önnur erindi.

Q:

Hvernig fylgist ég með umsóknum?

A:

Þú getur fylgst með stöðu umsókna í málin mín. Í hvert skipti sem breyting verður á stöðunni, þá færðu send skilaboð á síðuna þína og á netfangið þitt ef þú hefur óskað eftir því. Ef þú hefur ekki netfang þá geturðu fengið skilaboð send með venjulegum pósti. Þú þarft þá að haka við þá stillingu undir breyta persónuupplýsingum.

Q:

Getur barn fengið aðgang að mínum síðum (Rafrænni Reykjavík)?

A:

Þeir, sem verða 17 ára á yfirstandandi ári og eldri, geta fengið aðgang að mínum síðum.
Tenging barna við foreldra sína byggir á Þjóðskrá Hagstofu Íslands og birtast börn eingöngu hjá því foreldri sem það hefur lögheimili hjá.

Q:

Hvað er Mentor?

A:

Mentor er vefkerfi sem gerir þér kleift að nálgast upplýsingar frá grunnskóla barna þinna. Þessar upplýsingar eru skráðar í upplýsingakerfi sem er notað í flestum grunnskólum landsins. Á vefnum birtast upplýsingar varðandi þín börn, óháð því hvaða skóla þau sækja.

Þegar þú hefur skráð þig inn á mínar síður þá opnast fyrst síðan mín. Þar inni, neðarlega til vinstri, er hnappurinn MENTOR.

Þú þarft ekki að hafa sér notandanafn og lykilorð fyrir Mentor því að innskráning á mínar síður jafngildir innskráningu í Mentor. Það þýðir að hægt er að smella á hnappinn MENTOR og skráist þú þá sjálfkrafa inn í Mentor kerfið og getur þar nálgast upplýsingar um börn þín.

Athugið að hnappurinn er ekki virkur fyrr en barnið hefur verið samþykkt í skóla.

Ef upplýsingar í Mentor eru rangar þarf að hafa samband við skrifstofu grunnskólans sem barnið gengur í.

Q:

Týnt lykilorð

A:

Ef þú hefur glatað lykilorði þínu þá getur þú smellt á Týnt lykilorð í lárétta leiðarkerfinu fyrir ofan innskráningargluggann og þá opnast ný síða þar sem þú slærð inn kennitölu þína. Þá færðu sent nýtt lykilorð í heimabanka þinn. Ef þú hefur ekki aðgang að heimabanka þá getur þú hakað við að fá lykilorð sent á lögheimili þitt. Það tekur um 2-3 virka daga.

Q:

Ég sé ekki barnið mitt inn á mínum síðum.

A:

Aðeins forráðamenn sem barn hefur lögheimili hjá sjá barnið undir sínum aðgangi. Skráning fjölskyldu á mínum síðum Reykjavíkurborgar miðar við fjölskyldunúmer í þjóðskrá. Þessu er því miður ekki hægt að breyta að sinni.

Ef barnið er með lögheimili hjá þér og þú sérð samt ekki barnið. Sendu þá upplýsingar um kennitölu þína og kennitölu barns á netfangið upplysingar@reykjavik.is ásamt útskýringu.

Q:

Rangt lykilorð

Afhverju kemur upp rangt lykilorð eftir að ég hef fengið úthlutað nýju lykilorði í heimabanka minn.

A:

Eftir að óskað hefur verið eftir nýju lykilorði og það sent í heimabanka þarf að bíða aðeins þar til það birtist þar þó ekki nema nokkrar mínútur.

Eins getur tekið einhverja stund fyrir nýja lykilorðið að virkjast og því gott að sýna örlitla þolinmæði þar til hægt er að nota nýja lykilorðið. Vinsamlegast ekki sækja strax aftur nýtt lykilorð því þá hefst biðin upp á nýtt.

Innskráning

Til að fá aðgang að rafrænum umsóknum Reykjavíkurborgar þarftu að hafa aðgang.
Ef þú ert skráður notandi þá skráir þú þig inn hér fyrir neðan.

Innskráning með rafrænu auðkenni

iwid89ef8503024c
idegaTheme